banner

Svana Katla og Ólafur Karatefólk ársins 2015

Karatefolk_2015_Svana_OlafurStjórn Karatesambands Íslands hefur útnefnt eftirfarandi karatekonu og karatemann ársins 2015.

Svana Katla Þorsteinsdóttir, Karatedeild Breiðabliks       

Svana Katla er ein fremsta karatekona landsins, eins og sést á árangri hennar á árinu, tvöfaldur Íslandsmeistari og Bikarmeistari á sama árinu. Svana Katla hefur verið fastur meðlimur landsliðs Íslands í kata undanfarin ár og tekið þátt í fjölda móta erlendis. Hún er farin að vera virkur keppandi á alþjóðlegum mótum, keppir ýmist í U21árs flokki eða fullorðinsflokki og hefur unnið til verðlauna á Norðurlandameistaramóti frá 2011, m.a. Norðurlandameistaratitil í hópkata 2012.

Svana Katla er núna í 54.sæti á heimslista Alþjóða Karatesambandsins (WKF) í kata kvenna U21, af 245 skráðum keppendum.

Helstu afrek Svönu Kötlu á árinu 2015 voru;

  1. Íslandsmeistari í kata kvenna
  2. Íslandsmeistari í hópkata kvenna
  3. Bikarmeistari kvenna 2015
  4. Brons í hópkata á Norðurlandameistaramóti
  5. 9-16.sæti í kata kvenna á Evrópumeistaramóti U21
  6. Brons í kata kvenna, á Reykjavik International Games (RIG)
  7. Brons á Swedish open í kata kvenna.
  8. Þátttakandi á Heimsbikarmóti fullorðinna í kata kvenn

Svana Katla er því verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.

 

Ólafur Engilbert Árnason, Karatedeild Fylkis
Ólafur Engilbert er vaxandi karatemaður sem er að stíga sín fyrstu skref í fullorðinsflokkum. Hann varð tvöfaldur Íslandsmeistari í kumite og vann m.a. opna flokkinn á sínu fyrsta ári sem hann hefur aldur til að keppa í honum. Ólafur er margfaldur Íslandsmeistari unglinga og hefur unnið sína flokka frá árinu 2010 ásamt því að vera bikarmeistari unglinga óslitið frá 2010.  Ólafur hefur verið fastamaður í landsliðinu í karate síðustu ár, þrátt fyrir ungan aldur.

Ólafur er í 99.sæti á heimslista Alþjóða Karatesambandsins (WKF) í kumite Junior -68kg, af 278 skráðum keppendum.

Helstu afrek Ólafs Engilberts á árinu 2015 voru;

  1. Íslandsmeistari í kumite karla -75kg
  2. Íslandsmeistari í kumite karla, opinn flokkur
  3. RIG, 17.jan  3.sæti kumite junior karla -76kg
  4. 9-16.sæti í kumite karla junior -68kg á Evrópumeistaramót Junior/U21
  5. Bikarmeistaramót, 2.sæti í karlaflokki
  6. Bikarmeistari í kumite 16-17ára pilta
  7. Brons á Swedish open í kumite Junior -68kg

Ólafur Engilbert er því verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.

About Helgi Jóhannesson