banner

Sjö landsliðsmenn á leið á EM unglinga og U21

KAI_EM_Junior_U21_2016Helgina 5-7.febrúar næstkomandi fer fram Evrópumeistarmót unglinga og U21 í Limassol, Kýpur. Ísland sendir sjö keppendur til leiks í öllum þremur aldursflokkunum sem keppt er í á mótinu, Cadet 14-15 ára, Junior 16-17 ára og U21 18-20 ára. Mótið hefst föstudaginn 5.febrúar og lýkur sunnudaginn 7.febrúar, þar sem keppt er í undanriðlum og úrslitum í einstökum flokkum á sama degi. Um 940 keppendur eru skráðir á mótið frá 48 löndum, en einungis má skrá 1 keppanda frá hverju landi í hvern keppnisflokk

Landslið Íslands á EM Junior og U21 skipa;
Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Kumite Caded -70kg (28 keppendur)
Bogi Benediktsson, kata karla U21 (32 keppendur)
Edda Kristín Óttarsdóttir, kumite kvenna Junior -59kg (32 keppendur)
Iveta Chavdarova Ivanova, kumite Cadet -54kg (33 keppendur)
Katrín Ingunn Björnsdóttir, kumite kvenna Junior +59kg (29 keppendur)
Máni Karl Guðmundsson, kumite Junior -61kg (36 keppendur)
Ólafur Engilbert Árnason, kumite karla U21 -75kg (29 keppendur)

Ágúst, Bogi og Iveta keppa á föstudeginum, Edda Kristín, Katrín Ingunn og Máni Karl keppa á laugardeginum. Á sunnudeginum keppir svo Ólafur Engilbert. Með þeim í för er Gunnlaugur Sigurðsson landsliðsþjálfari í kumite.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn, frá vinstri, Ágúst Heiðar, Bogi, Katrín Ingunn, Iveta Chavdarova, Edda Kristín, Máni Karl, Ólafur Engilbert og Gunnlaugur landsliðsþjálfari.

About Helgi Jóhannesson