banner

Ólafur úr leik á EM í karate

KAI_EM_Junior_U21_2016Á þriðja degi Evrópumeistaramóti unglinga og U21 í karate sem fer fram í Limassol, Kýpur, átti Ísland 1 keppanda, Ólaf Engilbert Árnason sem keppti í flokki U21 -75kg. Í fyrstu umferð mætti Ólafur Ardit Rusiti frá Sóvenju.  Ardit sigraði viðureignina 8-0 en féll svo úr leik í næstu umferð á eftir og þvi átti Ólafur ekki möguleika á uppreisn.

Þá hafa allir íslensku keppendurnir lokið keppni. Bestum árangri náði Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson sem endaði í 7-8.sæti í Kumite Caded -70kg, landsliðskonurnar Edda Kristín Óttarsdóttir, sem keppti í kumite kvenna Junior -59kg, og Katrín Ingunn Björnsdóttir, sem keppti í kumite kvenna Junior +59kg, enduði í 9.sæti í sínum flokkum. Bogi Benediktsson, sem keppti í kata karla U21, Iveta Chavdarova Ivanova, sem keppti í kumite Cadet -54kg, og Máni Karl Guðmundsson sem keppti í kumite Junior -61kg,  duttu öll út í fyrstu umferð. Hópurinn heldur heim á leið á morgun, reynslunni ríkari.

About Helgi Jóhannesson