banner

Katalandsliðið á Swedish Kata Throphy

KAI_2016_Keppendur_Kata_TrophyLaugardaginn 12.mars næstkomandi fer fram sterkt sænskt katamót  í Stokkhólm, sem heitir Swedish Kata Throphy. Ísland sendir vaska sveit keppenda á mótið, allt okkar landsliðsfólk í kata mun keppa auk annarra þátttakenda frá Íslandi. Kata Throphy hefur í gegnum tíðina verið mjög sterkt katamót með keppendum frá um 10 þjóðlöndum og er eins í ár. Íslensku keppendurnir notar þetta mót sem undirbúning fyrir Norðurlandameistaramótið sem fer fram í Danmörku 9.apríl næstkomandi. Með keppendum í för er Magnús Kr. Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, og Helgi Jóhannesson sem mun dæma á mótinu.

Íslensku keppendurnir eru;
Elías Snorrason, KFR
Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
Arnar Júlíusson, KFV
Aron Bjarkason, Þórshamar
Aron Breki Heiðarsson, Breiðablik
Aron Anh Huynh, ÍR
Bogi Benediktsson, Þórshamar
Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik
Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðablik
María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar
Sigríður Hagalin, KFR
Svana katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik
Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir

Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn, frá vinstri Magnús, Svana Katla, Kristín, Laufey Lind, Viktor Steinn, Sigríður, Aron Breki, Aron, Bogi, Aron Anh og Arna Katrín. Á myndina vantar Maríu, Arnar og Elías.

About Helgi Jóhannesson