banner

Nýir Íslandsmeistarar í opnum flokkum í Kumite

kai_2016_im_kumite_opinn-flokkurÍ dag fór Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite fram í Fylkisselinu, húsnæði Karatedeildar Fylkis.  Keppendur frá 6 félögum voru skráðir til leiks og var þátttakan góð.  Margar mjög skemmtilegar viðureignir sáust í dag en heilt yfir þá var maður mótsins án efa Máni Karl Guðmundsson, úr Fylki, sem varð tvöfaldur Íslandsmeistari, eftir að hafa unnið opna flokkinn og -67kg flokkinn.  Í úrslitum í opna flokkinn þá mætti Máni Ólafi Engilbert Árnasyni sem vann einmitt opna flokkinn fyrir ári síðan.  Máni hafði yfirhöndina mestan part viðureignarinnar og var kominn í 3-0 þegar 2 sekúndur voru eftir en þá náði Ólafur flottu ura mawashi geri í höfuð Mána og fékk fyrir það 3 stig.  Þar sem jafnt var eftir venjulegan tíma þá kom til dómaraúrskurðar og var Mána Karli dæmdur sigur og því nýr Íslandsmeistari í opnum flokki karla. Þetta er í fyrsta sinn sem Máni Karl má keppa í opnum flokki þar sem hann varð 18 ára í sumar. Í -67kg flokki þá mætti Máni Karl Aroni Anh Huynh úr ÍR í skemmtilegri viðureign þar sem Máni Karl vann 5-1, enda fór hann ósigraður í gegnum mótið. Þetta er 3ja árið í röð sem Máni Karl vinnur -67kg flokkinn.

Í -75kg flokki sigraði Ólafur Engilbert Árnason eftir að hafa lagt Sæmund Ragnarsson, Þórshamri, 1-0 í úrslitum. En þetta er annað árið í röð sem þeir tveir mætast í úrslitum. Í +84kg flokki áttust við í úrslitum félagarnir úr Fylki þeir Jóhannes Gauti Óttarson og Elías Guðni Guðnason.  Jóhannes hafði betur 2-1 og stóð uppi sem sigurvegari í flokknum.

Í kvennaflokkum var spennan ekki síðri og í úrslitum í opnum flokki mættust þær Katrín Ingunn Björnsdóttir úr Fylki og Telma Rut Frímannsdóttir sem hafði sigrað flokkinn 6 ár í röð.  Bardaginn var fjörugur og jafn, endaði 2-2 og því kom til dómaraúrskurðar þar sem Katrínu var dæmdur sigur og er hún því nýr Íslandsmeistari í opnum flokki kvenna á sínu fyrsta ári sem hún má keppa í flokknum. Í -61kg flokki þá vann María Helga Guðmundsdóttir báða andstæðinga sína þar sem keppt var eftir fyrirkomulagi „allir á móti öllum“.  Í +61kg flokki þá mættust þær Katrín og Telma í annað sinn en Telma hafði betur í þessum flokk 2-0 og varð því Íslandsmeistari í +61kg flokki 4 árið í röð

Þegar öll stig voru talin saman þá stóð Fylkir uppi sem sigurvegari og er því Íslandsmeistari félaga í kumite fullorðinna en Þórshamar var í öðru sæti.  Yfirdómari mótsins var Pétur Ragnarsson og mótsstjóri var María Baldursdóttir.

kai_2016_im_fullordna

 Íslandsmeistarar í kumite fullorðinna
María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar, Kumite kvenna -61kg
Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding, Kumite kvenna +61kg
Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir, Kumite kvenna opinn flokkur
Máni Karl Guðmundsson, Fylkir, Kumite karla -67kg
Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir, Kumite karla -75kg
Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylkir, Kumite karla +84kg
Máni Karl Guðmundsson, Fylki, Kumite karla opinn flokkur

Helstu úrslit í dag

Kumite kvenna, -61 kg.
1. María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar
2. Hekla Halldórsdóttir, Fylkir
3. Azia Sól Adamsdóttir, Þórshamar

Kumite kvenna, +61 kg
1. Telma Rut Frímansdóttir, UMFA
2. Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir
3. Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
3. Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik

Kumite kvenna, opinn flokkur
1. Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir
2. Telma Rut Frímansdóttir, UMFA
3. María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar
3. Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik

Kumite karla, -67 kg
1. Máni Karl Guðmundsson, Fylkir
2. Aron Anh Ky Huynh, ÍR
3. Matthias Montazeri, ÍR
3. Óttar Snær Yngvason, Þórshamar

Kumite karla, -75 kg
1. Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
2. Sæmundur Ragnarsson, Þórshamar
3. Máni Vídal, Fjölnir
3. Kári Steinn Bendiktsson, Þórshamar

Kumite karla, +84 kg
1. Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylkir
2. Elías Guðni Guðnason, Fylkir
3. Þorsteinn Freygarðsson, Fylkir
3. Drengur Arnar Kristjánsson, Fjölnir

Kumite karla, opinn flokkur
1. Máni Karl Guðmundsson, Fylkir
2. Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
3. Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylkir
3. Elías Guðni Guðnason, Fylkir

Heildarstig
Fylkir                     26
Þórshamar         9
UMFA                   5
Breiðablik           3
ÍR                            3
Fjölnir                   2

 

About Helgi Jóhannesson