banner

Nýjar keppnisreglur WKF taka gildi 1.janúar 2017

Ný útgáfa af keppnisreglum WKF munu taka gildi 1.janúar 2017 og gilda því fyrir öll mót eftir áramótin. Í meðfylgjandi skjali má sjá yfirlit yfir helstu breytingar ásamt því í hvaða kafla þær koma fram.

 

Við hvetjum alla til að kynna sér þessar breytingar, en ný útgáfa á ensku af keppnisreglum WKF er að finna á http://kai.is/keppnisreglur-wkf/

PDF skjal með breytingum; Yfirlit yfir breytingar á keppnisreglum WKF sem taka gildi 1 janúar 2017

Hér er svo textinn yfir breytingarnar;

Yfirlit yfir breytingar á keppnisreglum WKF sem taka gildi 1 janúar 2017
Þetta er létt samantekt (lausleg þýðing), ef misræmi er á milli yfirlits og wkf reglna, gilda reglurnar.

Nr Breyting Regla nr.
KUMITE REGLUR
1 Keppendur mega ekki vera með belti sem nær neðar en 3/4 af lærinu. Art.2 – contestants nr.1
2 Keppendur mega vera með 2 teygjur í hárinu (í tagli). Art.2 – contestanst nr.6
3 Þjálfarar mega vera með höfuðfat trúarlegs eðlis, sbr. það sem dómara mega vera með. Art.2 – coaches
4 Nánar skilgreint, að keppandi sem fær kiken, fær ekki að keppa meira í þeim flokki. Art.3 – nr.3
5 Atoshi Baraku er núna 15 sekúndur. Art.5 – nr.3
6 Ný regla kynnt, „fyrsta stig skorað“ (SENSHU). Ef stig eru jöfn í enda viðureignar, vinnur sá keppandi sem hefur skorað fyrsta stig. Art.7
7 Flokkur 2 bannað athæfi fyrir Aðgerðarleysi (passivity) – Atoshi Baraku breytt í 15 sekúndur. Art.8 – C2 nr.5
8 Nánari skilgreining á að keppandi sem er úrskurðaður Kiken, getur ekki tekið þátt í flokknum (eins og í reglu nr.3). Art.10
9 Þegar keppandi fellur (er niðri), þá á Aðaldómari að kalla strax til lækni og hefja strax talningu upp á 10 með því að gefa talningu til kynna með fingrum. Tímavörður stöðvar klukkuna á hefðbundin máta. Art.10 – nr.7
10 Skilgreining á valdi Aðaldómara til að fjarlægja þjálfara eða hvern annan af keppnissvæði, sem ekki hegðar sér eða veldur truflunum á meðan viðureign á sér stað. Art.12 – Referees nr.15 og expl.nr.X
11 Keppendur eiga að hefja viðureign á miðri skilgreindri dýnu (sem er snúið við). Art.13 – nr.2
KATA REGLUR
12 Dýnum sem snúið er við í kumiteviðureign, skal snúið aftur við fyrir kata, svo völlurinn sé samlita. Art.1 – nr.3
13 Nánari skilgreining á Kiken, keppandi/lið sem mætir ekki og fær Kiken, getur ekki keppt frekar í viðkomandi flokki. (eins og regla nr.3 og nr.10 í kumitehlutanum). Art.3 – nr.7
14 Að nota „leg scissor“ tækni í átt að hálsi, í bunkai, er bætt við sem ástæðu fyrir frávísun frá keppni. Art.5 – vísað frá keppni nr.7
15 Að trufla dómara með því að hreyfa sig um á keppnissvæði meðan hinn keppandinn framkvæmir kata, er bætt við sem villu. Art.5 – villur nr.g)
16 Nánari skilgreining á Kiken, að keppandi er vísað frá frekari keppni í viðkomandi flokki. Ásamt skýringu á því hvernig Aðaldómari sýnir merki um Kiken. Art.6 – nr.6 og nr.7
VIÐAUKAR
17 Atoshi Baraku er breytt í 15 sekúndur (Kumite reglur nr.5). App.1 – Orðaforði
18 Orðinu „SENSHU“ fyrir „fyrsta stig skorað“ bætt við. App.1 – Orðaforði
19 Nánari skilgreining á því hvernig Kiken er gefið til kynna. App.1 – Orðaforði
20 Nánari skilgreining á refsingu sem getur verið gefin fyrir að gera sér upp meiðsli þegar stiggefandi tækni á sér stað. Orðin „Að gera sér upp meiðsli eða ýkja þau“ er breytt yfir í „Að gera sér upp meiðsli“ (því að ef tækninni er vel stjórnað, þá eru engin meiðsli til að ýkja). App.3

 

 

 

About Helgi Jóhannesson