banner

Átta verðlaun á alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn

Íslenskt karatefólk lét til sín taka á alþjóðlegu móti í Danmörku um helgina, 20. og 21. janúar, en hátt í 600 keppendur voru skráðir víðsvegar frá Evrópu og einnig Brasilíu. Mótið var hið fyrsta í annasamri dagskrá landsliðsins en þess má geta að á komandi sunnudag verður keppt í karate á RIG leikunum og munu keppendur koma frá Hollandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Skotlandi.

Ólafur með fjögur brons.

Alls fékk íslenski hópurinn átta verðlaun, allt brons, en fjögur af þeim átti Ólafur Engilbert Árnason, bæði í einstaklingskeppni og einnig ásamt Mána Karli Guðmundssyni í liðakeppninni.

Á myndinni eru landsliðshópurinn með verðlaunin ásamt Ingólfi Snorrasyni, landsliðsþjálfara og Stefáni Alfreðssyni, fararstjóra.

Verðlaunaskipan hópsins var eftirfarandi:

Liðakeppni kumite kvenna junior-sveit Íslands – 3. Sæti
Liðakeppni karla – sveit Íslands – 3. Sæti
Opinn flokkur karla – Ólafur Engilbert Árnason – 3. sæti
Kumite karla -75 kg – Ólafur Engilbert Árnason – 3. sæti
Kumite karla U-21, -60 kg – Aron Bjarkason – 3. sæti
Kumite karla U-21, -75 kg – Ólafur Engilbert Árnason – 3. Sæti
Kumite karla U-21, -75 kg – Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson – 3. Sæti
Kumite Cadet kvenna -48 kg – Lóa Björg Finnsdóttir – 3. sæti

About Reinhard Reinhardsson