banner

Sex keppendur á leið á Kata Pokalen

Sex landsliðsmenn í kata eru á leið á Svenska Kata Pokalen, Sænska bikarmótið í kata, laugardaginn 10. mars í Stokkhólmi.

Þetta er fyrsta verkefni landsliðsins í kata eftir Íslandsmeistararmótið í kata sem fram fór 3. mars síðastliðinn.

Nýkrýndir Íslandsmeistarar eru í ferðinni auk fjögurra annarra landsliðsmanna.

Þau Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik, fjórfaldur íslandsmeistari í kata og Elías Snorrason, Karatefélagi Reykjavíkur, fimmfaldur Íslandsmeistari í kata leiða hópinn.
Aðrir í liðinu eru Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik, Aron Bjarkason, Þórshamri, Aron Ahn Ky Huynh, ÍR og Tómas Pálmar Tómasson, Breiðablik.

Fararstjóri fyrir hópnum er Valgerður Helga Sigurðardóttir.

Á myndinn eru frá vinstri, Elías, Aron, Svana, Arna og Tómas. Á myndina vantar Aron Ahn.

About Reinhard Reinhardsson