Gull og silfur á Amsterdam Open
2. Amsterdam Open Cup mótið fór fram í dag, 1. Apríl, í Sportcentrum Caland í Amsterdam.
637 keppendur tóku þátt í mótinu frá 19 þjóðlöndum.
Iveta Ivanova, Fylki, keppti í kumite junior U18 female -53 kg og fór með sigur af hólmi. Hún sigraði dönsku landsliðsstúlkuna, Emmilie Sode, í úrslitum og fékk gull eftir að hafa unnið þrjár viðureignir í röð. Þetta er gótt vegarnesti fyrir hana inn á úrtökumót sumarsins, en hún stefnir á að komast inn á Ólympíumót æskunnar sem verður haldið í Buenos Aires í október næstkomandi.
Samuel Josh Ramos, Fylki, keppti í kumite cadet U16 male -57 kg og komst í úrslit. Þar beið hann lægri hlut fyrir dönskum keppanda, Okan Kanturovski, en stóð uppi með silfrið í sínum flokki.
Aðrir náðu ekki að vinna til verðlauna en stóðu sig vel á mótinu.
Arna Katrín Kristinsdóttir, keppti í kumite senior female -68 kg og hafnaði í fimmta sæti.
Ólafur Engilbert Árnason, keppti í kumite senior male -75 kg og hafnaði einnig í fimmta sæti.
Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, keppti í kumite junior U18 male -76 kg og hafnaði í sjöunda sæti.
Hollendingar og Danir urðu sigursælustu þjóðirnar á mótinu með 40 verðlaun hvor þjóð. Þá komu Belgar og Frakkar en íslendingar urðu í fimmta sæti með eitt gull og eitt silfur.