banner

Þrír landsliðsmenn taka þátt í mótum erlendis um helgina

Iveta og Ingólfur í Sofíu

Laugardaginn 26. maí keppir Iveta Ivanova á fyrsta WKF Youth League, heimsbikarmóti fyrir 12 – 17 ára.
Hún tekur þátt í kumiteflokki sem gefur stig til þátttöku á Ólympíumóti æskunnar sem haldið verður í Buenos Aires i Október næstkomandi.
Með henni er landsliðsþjálfarinn í kumite, Ingólfur Snorrason.
1818 keppendur eru skráðir til leiks frá 423 klúbbum frá 72 löndum og er þetta fjölmennasta mót sem Alþjóða karatesambandið hefur haldið.

Svana Katla Þorsteinsdóttir, íslandsmeistari í kata, keppir á Gladsaxe Karate Cup í Danmörku, laugardaginn 26. maí í tveimur flokkum í kata og Máni Karl Guðmundsson, íslandsmeistari í kumite, keppir á sama móti í -75kg flokki. Með þeim í ferð er formaður landsliðsnefndnar KAÍ, Jacqueline Becker.

About Reinhard Reinhardsson