Fylkir sigraði Íslandsmeistarmótið í kumite
Íslandsmótið í kumite, bardagahluta karate, fór fram í Fylkisskemmunni, Norðlingaholti, laugardaginn 27. október. Fylkir fékk flest stig í heildarstigakeppninni en fjögur félög áttu fulltrúa á mótinu.
Í opnum flokki karla mættust Fylkis-mennirnir Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson og Ólafur Engilbert Árnason í úrslitum og þar hafði Ágúst Heiðar betur. Í mínus 67 kg flokki karla vann Máni Karl Guðmundsson, Fylki, Aron BJarkason, Þórshamri, varð annar og Daníel Aron Davíðsson, Fylki, þriðji. Ólafur Engilbert Árnason, Fylki, vann plús 67 kg flokkinn, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylki, varð annar og Þorsteinn Freygarðsson, Fylki, varð þriðji.
Kvennamegin mættust þær Azia Sól Adamsdóttir, Þórshamri, og Ólöf Soffia Eðvarðsdóttir, Þórshamri. Azia Sól sigraði í opna flokknum. Telma Rut Frímannsdóttir, Aftureldingu, vann +61 kg flokkinn og Iveta Ivanova, Fylki -61 kg flokk kvenna.
Í liðakeppni karla sigraða lið Fylkis A, Fylki B, en þeir Ólafur Engilbert Árnason og Máni Karl Guðmundsson skipuðu sigursveitina.
Fylkir vann heildarstigakeppnina með yfirburðum. Liðið fékk 30 stig í heildina, Þórshamar fékk 11 stig, Afturelding 4 stig og Haukar 2 stig.
Yfirdómari á mótinu var Pétur Freyr Ragnarsson og mótssjóri María Jensen.