RIG 2019 – karate open
Karatekeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöllinni sunnudaginn 27. janúar. Keppt var í bæði kata og kumite í nokkrum flokkum. Flest af besta karatefólki landsins tók þátt ásamt ellefu erlendum gestum frá Danmörku, Þýskalandi, Hollandi og Skotlandi. Tveir danskir dómarar dæmdu á mótinu, þau Thomas Larsen og Camilla Budtz. Yfirdómari á mótinu var Kristján Ó. Davíðsson og mótsstjóri María Jensen.
Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðabliki og Ólafur Engilbert Árnason úr Fylki voru valin besta karatefólk mótsins. Svana Katla sigraði í kata og Ólafur í -75 kg flokki í kumite.
Verðlaunahafar í efstu flokkum voru:
Kata kvenna
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik
Freyja Stígsdóttir, Þórshamar
Móey María Sigþórsdóttir Mcclure, Breiðablik
Hjördís Helga Ægisdóttir, Haukar
Kata karla
Aron Anh Ky Huynh, ÍR
Elías Snorrason, Karatefélag Reykjavíkur
Þórður Jökull Henrysson, Afturelding
Aron Bjarkason, Þórshamar
Kumite kvenna junior
Iveda Ivanova, Fylki
Hjördís Helga Ægisdóttir, Haukar
Laura Siemon, Þýskaland
Sarah Lundquist Aakerman, Danmörk
Kumite karla +75 kg
Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson, Fylki
Þorsteinn Freygarðsson, Fylki
Kumite karla -75 kg
Ólafur Engilbert Árnason, Fylki
Máni Karl Guðmundsson, Fylki
Jakob Henriksen, Danmörku
Ólafur Engilbert Árnason í bláu og Jakob Henriksen í rauðu