RIG 2020 – karate open
Karatekeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöllinni sunnudaginn 26. janúar. Keppt var í bæði kata og kumite í nokkrum flokkum. Margar góðar og spennandi viðureigir voru á mótinu. Flest af besta karatefólki landsins tók þátt ásamt 8 erlendum gestum frá Englandi, Skotlandi, Spáni og Þýskalandi. Erlendir þjálfarar komu einnig frá Þýskalandi og Skotlandi. Yfirdómari á mótinu var Kristján Ó. Davíðsson og mótsstjóri María Jensen.
Sonia García Ventura og Joby Wilson voru valin besta karatefólk mótsins. Sonia García Ventura sigraði með yfirburðum í kata kvenna og Joby Wilson sigraði í -75 kg flokki í kumite karla.
Vinningshafar í kumite karla -75 kg. Á myndina vantar sigurveigarann Joby Wilson.
Joby Wilson sigurveigari í kumite karla -75 kg
Vinningshafar í kumite karla +75 kg. Á myndina vantar Þorstein Freygarðsson í 3ja sæti.