Alþjóða karatesambandið 50 ára
Alþjóða karatesambandið eru 50 ára um þessar mundir.
Sambandið var stofnað 10. október 1970 í Tókíó stuttu fyrir fyrsta heimsmeistaramótið í karate.
Það fór fram í Nippon Budokan höllinni en til stendur að keppa þar aftur á Ólýmpíuleikunum sem fara áttu fram í ár en var frestað til ágúst 2021.
Fyrsti forseti sambandsins var japaninn Ryoichi Sasakawa (1970-1992), þá tók við frakkinn, Jacques Delcourt (1992-1998) en núverandi forseti er spánverjinn, Antonio Espinós Ortueta (1998-).