Íslandsmeistaramótið í kata fullorðinna 2021
Íslandsmeistaramótið í kata fullorðinna 2021 fór fram laugardaginn 29. maí í Íþróttahúsi Menntavísindasviðs HÍ, Háteigsvegi. Mótið hófst kl. 10.30 og úrslit hófust kl. 13.00.
18 keppendur og 5 hópkatalið frá 7 karatefélögum og -deildum tóku þátt í mótinu.
Landsliðskonurnar Freyja Stígsdóttir og Oddný Þórarinsdóttir, Aftureldingu, áttust við í úrslitum í kata kvenna og varði Freyja Stígsdóttir, Þórshamri, titil sinn frá fyrra ári.
Í kata karla áttust þeir Þórður Jökull Henrysson, Aftureldingu, og Tómas Pálmar Tómasson, Breiðabliki, við og varð niðurstaðan sú sama og í árið áður. Þórður Jökull stóð uppi sem Íslandsmeistari annað árið í röð.
Hóplatalið Breiðabliks 1, sigraði í liðakeppni karla annað árið í röð og hópkatalið Þórshamars bar sigurorð af hópkataliði Karatefélags Reykjavíkur í kvennaflokki.
Karatefélag Reykjavíkur varð síðan sigurveigari félagsliða með 11 stig samanlagt, einu stigi á undan Breiðablik.
Yfirdómari á mótinu var Kristján Ó. Davíðsson og mótsstjóri María Jensen.
Freyja Stígsdóttir og Þórður Jökull Henrysson
Oddný, Freyja, Eydís og Sigríður
Steymt var frá mótinu á Youtube-rás Karatesambandsins: https://youtu.be/r3JxDKW_7xY