banner

Nýr landsliðsþjálfari í kumite

Karatesamband Íslands hefur náð samkomulagi um ráðningu Sadik Sadik sem landsliðsþjálfara í kumite. Hann er frá Svíþjóð og hefur verið sigursæll þar og í Búlgaríu ásamt því að hafa unnið til verðlauna á stórmótum. Hann er eigandi og yfirþjálfari í karateklúbb í Stokkhólmi en krakkarnir hans hafa einnig unnið til verðlauna á stórmótum.

Hann mun formlega hefja störf á næstkomandi evrópumóti U21, þann 18.águst.

Við hlökkum til að vinna með þessum frábæra karatemanni og bjóðum hann velkominn í hóp íslenska landsliðsins.

About Reinhard Reinhardsson