Íslandsmeistarmót unglinga í kata 2022
Íslandsmeistaramótið í kata unglinga 12 – 17 ára fór fram í Smáranum, Kópavogi, laugardaginn 2. apríl og hófst kl. 10.00.
Keppt var í kata einstaklinga og í liðakeppni. Um 70 keppendur og 13 lið frá 9 karatefélögum og -deildum tóku þátt í mótinu.
Stigahæsta liðið eftir keppni dagsins var KFR með 41 stig og varði þar með titilinn frá fyrra ári.
Þar á eftir komu Breiðablik með 26 stig og Þórshamar með 16 stig.
Yfirdómari var Helgi Jóhannesson og mótsstjóri María Jensen.
Streymt var frá mótinu á Youtube-rás Karatesambandsins.
Íslandsmeistarar unglinga í kata 2022 urðu:
Kata 12 ára stúlkna: Hildur Högnadóttir, Þórshamar
Kata 12 ára piltar: Sunny Songkun Tangrodjanakajorn
Kata 13 ára stúlkna: Emily Ngan Thien Nguyen, KFR
Kata 13 ára pilta: Adam Ómar ÓMarsson, ÍR
Kata 14 ára stúlkna: Embla Rebekka Halldórsdóttir, KFR
Kata 14 ára pilta: Daði Logason, KFR
Kata 15 ára stúlkna: Sigrún Eva Þór Magnúsdóttir, Breiðablik
Kata 15 ára pilta: Úlfur Kári Ásgeirsson, KFR
Kata 16-17 ára stúlkna: Eydís Magnea Friðriksdóttir, Fjölnir
Kata 16-17 ára pilta: Hugi Halldórsson, KFR
Hópkata 12-13 ára: Þórshamar A (Hildur, Högni og Sunny)
Hópkata 14-15 ára: KFR3 (Daði, Davíð og Úlfur)
Hópkata 16-17 ára: KFR1 (Björn, Hugi og Nökkvi)
Vinningshafar í hópkata 12-13 ára
Vinningshafar í hópkata 14-15 áraVinningshafar í hópkata 16-17 ára