Evrópumeistarmótið í karate 2022
Evrópumeistaramótið í karate fer fram í Gaziantep í Tyrklandi dagana 24. – 29. maí.
Ólafur, Þórður, Samuel og Sadik
Þrír keppendur frá Íslandi keppa á mótinu. Þeir Þórður Jökull Henrysson í kata, Ólafur Engilbert Árnason í kumite -75kg flokki og Samuel Josh Ramos í kumite -67 kg flokki.
Þórður keppir fyrstur á miðvikudag, kl. 10.40 að staðartíma á velli 4 og er fyrstur af 8 í sínum riðli. 32 keppendur eru skráðir til leiks.
Ólafur keppir síðan kl. 17.10 að staðartíma á velli 1 og er í fyrstu viðureign við keppanda frá Albaníu. 38 keppendur eru skráðir í flokknum.
Samuel keppir á fimmtudag og er áætlað að hann keppi kl. 11.30 að staðartíma. Hann er á velli 1 og situr hjá í fyrstu umferð en verður í fimmtu viðureign gegn keppanda frá Slóveníu eða Azerbaijan. 37 keppendur eru í flokknum.
Með í ferðinni er Sadik Sadik, lansliðsþjálfari í kumite.
Óskum þeim góðs gengis á mótinu.
Upplýsingar um hvar hægt er að fylgjast með úrslitum: