Frábær árangur á Evrópumeistaramóts Smáþjóða í karate
Evrópumeistaramót Smáþjóða í karate fór fram 1.- 3. nóvember í Monaco.
Frábær árangur náðist en íslendingar unnu 7 gull, 5 silfur og 10 brons. 22 verðlaun í heildina.
Íslenski hópurinn í lok mótsins
Fyrri daginn:
Prince James Caamic Buenviaje vann tvö gull, í Cadet kata male og Cadet kumite male -52 kg.
Embla Halldórsdóttir vann einnig tvöfalt, gull í Cadet kumite female -61 kg og brons í Cadet kata female.
Adam Ómar Levi Ómarsson vann silfur í Cadet kata male.
Aron Builam Jónsson brons í Cadet kumite male -63 kg
Gabríel Sigurður Pálmason brons í Junior kata male
Eydís Magnea Friðriksdóttir brons í Senior Kata female
Þórður Jökull Henrysson brons í Senior kata male.
Arey Amalia Sigþórsdóttir McClure 5 sæti í Junior Female kata.
Jakub Kobiela 5. sæti Junior Male Kata.
Seinni daginn:
Eydís Magnea Friðriksdóttir gull í U21 Female kumite open, silfur í U21 Female kumite -68 kg, silfur í Senior Female kumite -68 kg og brons í Senior kumite female open.
Hugi Halldórsson gull í Senior Male kumite -84 kg, brons í U21 male kata og U21 Male kumite -84 kg.
Karen Thuy Duong Vu gull í U21 Female kumite -50 kg og silfur í Senior Female kumite -50 kg.
Una Borg Garðarsdóttir gull í U21 Female kata.
Óskar Ingi Agnesar Gunnarsson silfur Junior kumite male -68 kg.
Samuel Josh Ramos brons í Senior Male kumite -67 kg.
Prins James Buenviale Caamic og Aron Builam Jónsson brons í Cadet Male Team kumite.
Óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn.
Með í ferðinni voru landsliðsþjálfararnir Magnús Kr. Eyjólfsson í kata, Ruslan Sadikov í kumite og aðstoðarþjálfarinn Aron Anh Ky Huynh.
Þrír dómara frá Íslandi dæmdu á mótinu, Kristján Ó. Davíðsson, Aron Bjarkason og Aron Breki Heiðarsson.
Einnig formaður Karatesambandsins, Reinharð Reinharðsson, sem er meðstjórnandi í stjórn SSEKF og farastjórinn María Jensen.
Hægt er að horfa á upptökur eða streymi frá mótinu á YouTube rás Smáþjóðasambandsins: https://www.youtube.com/results?search_query=smallstateskarate