Karatekona og karatemaður ársins 2024
Karatekona ársins 2024:
Eydís Magnea Friðriksdóttir, Karatefélag Reykjavíkur.
Eydís er ung og efnileg karatekona sem keppir í báðum greinum karate, kata og kumite.
Hún á að baki gott keppnisár þar sem hún vann til verðlauna bæði innanlands sem erlendis.
Hún vann Gull á RIG24 í kumite kvenna opnum flokki, Gull á ÍM í kumite í +61kg flokki og opnum flokki.
Gull á Bikarmóti KAÍ í kumite kvenna og Gull á Evrópumóti Smáþjóða í kumite kvenna U21 -84kg flokki.
Einnig brons á Lisbon Open í kumite kvenna +61kg flokki og silfur og brons á Evrópumóti Smáþjóða í kata og kumite.
Hún er fastamenneskja í landsliði Íslands í kata og kumite er góð fyrirmynd og verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.
Karatemaður ársins 2024:
Þórður Jökull Henrysson, Karatedeild Aftureldingar.
Þórður Jökull er efnilegur keppnismaður sem hefur einbeitt sér að keppni í kata undanfarin ár.
Hann hefur verið með bestu keppendum Íslands í kata og unnið til verðlauna innanlands sem utan á árinu.
Hann vann brons á Norðurlandameistaramótinu í karate í Reykjavík í apríl og brons á Evrópumóti Smáþjóða í Monaco í nóvember í kata karla. Þá vann hann silfur á Copenhagen Open í kata karla.
Hann er Íslandsmeistari í kata karla frá því í mars og Bikarmeistari í kata karla frá því í nóvember.
Einnig vann hann gull á RIG24 í kata karla.
Hann er fastamaður í landsliði íslands í kata og góð fyrirmynd og verðugur fulltrúi karateíþróttarinnar.