banner

Kristján Helgi og Kristín Íslandsmeistarar í kata

Í dag, laugardaginn 8.mars, fór fram Íslandsmeistaramótið í kata fullorðinna í Hagaskóla.  Góð þátttaka var á mótinu og mættu um 25 einstaklingar og 7 lið, frá 6 félögum. Í einstaklingskata karla gerði Kristján Helgi Carrasco, Víking, sér lítið fyrir og vann eftir að hafa lagt 2 fyrrum Íslandsmeistara að velli.  Í fyrstu umferð mætti Kristján Helgi Pathipan Kristjánssyni, Fjölnir, sem vann 2008, en í undanúrslitum vann Kristján Helgi Elías Snorrason, KFR, sem sigraði 2010 og 2013.  Í úrslitum mætti Kristján Helgi honum Sverri Magnússyni, KFR.  Þetta er því í annað sinn sem Kristján Helgi sigrar í kata en hann vann einnig 2012, þess má einnig geta að Kristján Helgi varð þrefalldur kumitemeistari á síðasta Íslandsmeistaramóti í kumite og er núverandi bikarmeistari karla.  Í kvennaflokki var spennan ekki síðri, en fyrir mótið var ljóst að nýr meistari yrði krýndur þar sem Aðalheiður Rósa Harðardóttir meistari síðustu 3 ára myndi ekki taka þátt í ár vegna meiðslna.  Í úrslitum kepptu landsliðskonurnar Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir, báðar úr Breiðablik.  Svo fór að Kristín vann Svönu 3-2 og með því varð Kristín tvöfaldur Íslandsmeistari þar sem hún vann einnig Hópkata með liðsfélögum sínum í Breiðablik, þeim Svönu Kötlu og Katrínu Kristinsdóttur.  Þetta er þriðja árið í röð sem Kristín og Svana vinna Hópkata með Breiðablik, hin tvö árin með Aðalheiði.  Í Hópkata karla unnu Breiðabliksmenn fjórða árið í röð, í sigursveitinni voru Davíð Freyr Guðjónsson, Heiðar Benediktsson og Magnús Kr. Eyjólfsson. Þegar öll stig voru tekin saman varð það ljóst að Breiðablik vann stigakeppnina fjórða árið í röð og er því Íslandsmeistari félaga í kata fullorðinna.  Yfirdómari á mótinu var Helgi Jóhannesson, mótsstjórar voru Agnar Helgason og Þrúður Sigurðar.

KAI_2014_Islandsmeistarar_kata
Íslandsmeistararnir í kata, Kristín Magnúsdóttir og Kristján Helgi Carrasco

Úrslit dagsins;

Kata kvenna
1.Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik
2.Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik
3.Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
3.Erla Kristín Arnalds, Breiðablik

Kata Karla
1.Kristján Helgi Carrasco, Víkingur
2.Sverrir Magnússon, KFR
3.Heiðar Benediktsson, Breiðablik
3.Elías Snorrason, KFR

Hópkata karla
1.Breiðablik; Davíð Freyr, Heiðar, Magnús kr.
2.Þórshamar; Bogi, Eiríkur, Sæmundur
3.Breiðablik B; Aron, Hólmgeir, Jökull

Hópkata kvenna
1.Breiðablik; Kristín, Katrín, Svana Katla
2.Þórshamar; María, Lára, Sólveig
3.Akranes; Eydís, Hafdís, Valgerður

Heildarstig félaga
1.Breiðablik, 22 stig
2.Þórshamar, 8 stig
3.Víkingur, 3 stig
3.KFR, 3 stig
5.Akranes, 2 stig

KAI_2014_IM_kata_karlar
Verðlaunahafar í kata karla, frá vinstri; Sverrir, Kristján, Heiðar og Elías
KAI_2014_IM_kata_kvenna
Verðlaunahafar í kata kvenna, frá vinstri; Svana, Kristín, Katrín og Erla

KAI_2014_IM_KATA_hopkata_karla
Verðlaunahafar í hópkata karla, frá vinstri; Þórshamar, Breiðablik og Breiðablik B
KAI_2014_IM_KATA_hopkata_kvenna
Verðlaunahafar í hópkata kvenna, frá vinstri; Þórshamar, Breiðablik og Akranes

About Helgi Jóhannesson