Undankeppni fyrir HM í Kaíró
Undankeppni um sex sæti í hverjum flokki á HM í Kaíró í nóvember fór fram dagana 17.-19. október í París, Frakklandi.
Tveir keppendur frá Íslandi tóku þátt í mótinu, þau Eydís Magnea Friðriksdóttir og Hugi Halldórsson.
Eydís keppti í kumite female -61 kg flokki og Hugi í kumite male -84 kg flokki.
Með í ferðinni var landsliðsþjálfarinn í kumite, Ruslan Sadikov.
Keppt var í 12 riðlum og efsti maður í hverjum riðli komst áfram í útslátt þar sem sigurveigarinn fékk farmiða á HM.
Eydís lenti í 2. sæti í sínum riðli og Hugi í þriðja sæti. Þau náðu því ekki í þátttökurétt á HM.

Ruslan, Eydís og Hugi á mótinu.


