banner

Bikarmót KAÍ 2025

Bikarmót KAÍ 2025 fór fram sunnudaginn 2. nóvember í Íþróttahúsi HÍ við Háteigsveg og hófst kl. 9.00.

24 keppendur frá 8 karatefélögum og -deildum voru skráðir til keppni á mótinu.

Keppt er í kata og kumite karla og kvenna.

Bikarmeistarar í hverri grein urðu:
Kata kvenna: Una Borg Garðarsdóttir, Breiðablik
Kata karla: Þórður Jökull Henrysson, Afturelding
Kumite kvenna: Eydís Magnea Friðriksdóttir, KFR
Kumite karla: Hugi Halldórsson, KFR

Yfirdómari á mótinu var Pétur Freyr Ragnarsson og mótsstjóri Gaukur Garðarsson.

Streymt var frá mótinu á Youtube-rás Karatesambandsins.

Heildarúrslit

Kata kvenna

Kata karla

Kumite kvenna

Kumite karla

About Reinhard Reinhardsson