banner

Íslandsmeistaramót ungmenna í kumite 2025

Íslandsmeistaramót ungmenna í kumite 2025 fór fram sunnudaginn 2. nóvember í Íþróttahúsi HÍ við Háteigsveg og hófst kl. 13.00.

41 keppandi frá 8 karatefélögum og -deildum voru skráð til keppni á mótinu.

Íslandsmeistarar í einstökum flokkum:
Kumite pilta 12-13 ára -50 kg: Sigurður Erik Hafstein, KFR
Kumite pilta 12-13 ára +50 kg: Orri Halldórsson, KFR
Kumite stúlkna 12-13 ára -47 kg: Brynja Von Finnsdóttir, KFR
Kumite stúlkna 12-13 ára +47 kg: Ásdís Fabíanna A. Andresdóttir, Fjölnir
Kumite stúlkna 14-15 ára +54 kg: Anzhelika Kirnos, Þórshamar
Kumite pilta 14-15 ára -63 kg: Aquiad Simon Hassoun Nasser, Fylkir
Kumite pilta 14-15 ára +63 kg: Þórir Svan Þrastarson, Fylkir
Kumite stúlkna 16-17 ára +59 kg: Embla Rebekka Halldórsdóttir, KFR
Kumite pilta 16-17 ára -68 kg: Saker Hassoun Nasser, Fylkir
Kumite pilta 16-17 ára +68 kg: Óskar Ingi Agnesar Gunnarsson, KFR

Karatefélag Reykjavíkur varð sigurveigari félaga með 24 stig, Fylkir í öðru sæti með 12 stig og Þórshamar í því þriðja með 9 stig.

Yfirdómari var Pétur Freyr Ragnarsson og mótsstjóri Gaukur Garðarsson.

Streymt var frá mótinu á Youtube-rás Karatesambandsins.

Heildarúrslit

About Reinhard Reinhardsson