Amsterdam Open Cup 2025
Landsliðfólk Íslands í Karate keppti á Amsterdam Open Cup 20. desember og var árangur mjög góður.
Í fullorðinsflokki unnu Una Borg Garðarsdóttir og Þórður Jökull Henrysson til silfurverðlauna í Kata auk þess sem Una hreppti brons í U21 flokki.
Auk þeirra hreppti Andy Hoang Ngyen úr ÍR silfurverðlaun í U14 ára og Prince James Carl ÍR bronsverðlaun í U18 ára flokki.
Með í ferðinni var landsliðsþjálfarinn Vilhjálmur Vilhjálmsson.

Una
Þórður
Andy
Prince

