banner

Búningar og merki

Almennar reglur.
1. gr. Landsliðsbúninga Íslands í Karate er eingöngu heimilt að nota á landsliðsæfingum, á landsliðsferðum erlendis og þegar keppt er fyrir Íslands hönd innanlands.
Í landsliðsferðum skal landsliðsfólk klæðast landsliðsbúningi.
2. gr. Keppnisbúninga með Landsliðsmerki Íslands í Karate er eingöngu heimilt að nota á landsliðsæfingum, á landsliðsferðum erlendis og þegar keppt er fyrir Íslands hönd innanlands.
3. gr. Fatnað með merki Karatesambands Íslands er eingöngu heimilt að nota þegar komið er opinberlega fram fyrir hönd Karatesambandsins, innanlands sem erlendis.
Samþykkt af stjórn KAÍ, 18. mars 2011.