banner

Reykjavík International Games 2013 – Karate

Á meðfylgjandi mynd má sjá sigurvegara dagsins, aftari röð frá vinstri, Ólafur Engilbert Árnason, Sverrir Ólafur Torfason, Kristján Helgi Carrasco, Sindri Pétursson, Elías Snorrason og Aron Breki Heiðarsson. Neðri röð frá vinstri, Edda Kristín Óttarsdóttir, Ingibjörg Halldórsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir, Davíð Freyr Guðjónsson og Katrín Kristinsdóttir.

Karatehluti RIG fór fram í dag laugardaginn 26.janúar í Víkinni, íþróttahúsi Víkings. Þetta er í fyrsta sinn sem Karate er með á RIG og var það samdóma álit allra sem að mótinu komu, að það hafi tekist mjög vel. Mótið var skipt upp í 3 aldursflokka, cadet sem er 14-15 ára, junior sem er 16-17 ára og svo fullorðinsflokk 18-20 ára. Góð mæting var og margar mjög skemmtilegar viðureignir sem áttu sér stað og greinilegt að karate á margt mjög gott íþróttafólk innan sinna raða. Þegar uppi var staðið þá fékk Breiðablik flest verðlaunin, en þar á eftir kom Víkingur og Fylkir. Eftir að hafa farið yfir allar viðureignir mótsins, þá völdu dómarar tvo einstaklinga sem að þeirra mati skáru fram úr með frammistöðu sinni og veittu þeim viðurkenningu fyrir góð frammistöðu. Þetta voru Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir, og Davíð Freyr Guðjónsson, Breiðablik.

Það voru Guðrún Ósk Jakobsdóttir, stjórnarmaður ÍBR, og Reinharð Reinharðsson, formaður KAÍ, sem veittu verðlaunin. Yfirdómari mótsins var Helgi Jóhannesson og mótstjóri Þórunn Ýr Elíasdóttir.

Helstu úrslit:

Kata cadet kvenna
1. Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
2. Díana Katrín Þorsteinsdóttir, Víkingur
3. Sigríður Þórdís Pétursdóttir, Fjölnir
3. María Orradóttir, Breiðablik

Kata cadet Karla
1. Aron Breki Heiðarsson, Breiðablik
2. Hlynur Bjarnason, Breiðablik

Kumite cadet kvenna
1. Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir
2. Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir
3. Aníta Einarsdóttir, Breiðablik
3. Isabella Montazeri, Víkingur

Kumite cadet karla
1. Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
2. Björn Ari Örvarsson, Haukar
3. Máni karl Guðmundsson, Fylkir

Kata Junior karla
1. Davíð Freyr Guðjónsson, Breiðablik
2. Heiðar Benediktsson, Breiðablik
3. Sverrir Ólafur Torfason, Víkingur

Kumite junior -68kg karla
1. Sindri Pétursson, Víkingur
2. Magnús Valur Willemsson, Fjölnir

Kumite junior +68kg karla
1. Sverrir Ólafur Torfason, Víkingur
2. Davíð Freyr Guðjónsson, Breiðablik

Kata kvenna
1. Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik
2. Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik

Kumite kvenna
1. Ingibjörg Halldórsdóttir, KFR

Kata karla
1. Elías Snorrason, KFR
2. Birkir Indriðason, Breiðablik
3. Kristján Helgi Carrasco, Víkingur

Kumite karla
1. Kristján Helgi Carrasco, Víkingur
2. Pétur Rafn Bryde, Víkingur
3. Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylkir
3. Elías Snorrason, KFR

 

Post Tagged with , , ,

About Reinhard Reinhardsson