banner

Nýir dómarar í kata

Karatesambandið stóð fyrir dómaranámskeiði í kata í febrúar og sá Helgi Jóhannesson, EKF Referee, um námskeiðið, sem haldið var í ráðstefnusölum ÍSÍ og í sal Karatefélags Reykjavíkur. Um 20 manns sátu námskeiðið þar sem farið var yfir nýjar WKF keppnisreglur í kata sem tóku gildi um síðustu áramót. Af þeim sem sóttu námskeiðið, fóru 6 í skriflegt próf og 2 í verklegt próf.

Þeir sem fengu ný réttindi, Kata B-dómari eru;
Pétur Rafn Bryde, Víkingur
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Breiðablik

Þeir sem endurnýjuðu réttindi sín voru
Sigurbjörn Jónsson, Haukar, Kata A-dómari
Magnús Eyjólfsson, Breiðablik, Kata A-dómari
Snæbjörn Willemsson Verhaul, Fjölnir, Kata B-dómari
Hörður Ingi Árnason, Fjölnir, Kata B-dómari

About Reinhard Reinhardsson