banner

Norðurlandameistararmótið í karate um næstu helgi í Noregi

Keppendur Íslands á Norðurlandameistaramótinu í Osló 2013

Íslenska landsliðið sem keppir á Norðurlandameistaramótinu sem fer fram í Osló, Noregi.

Laugardaginn 13. apríl næstkomandi fer fram Norðurlandameistaramótið í karate sem haldið er í Osló, Noregi. Ísland sendir sterkt lið til keppni og eru 16 keppendur með í för auk þess sem Ísland sendir lið í karla- og kvennaflokki í kumite og hópkatalið kvenna. Norðurlandamótið er mjög sterkt í ár, yfir 200 keppendur skráðir frá öllum norðurlöndunum auk Eistlands og Lettlands, sem er boðið að taka þátt í mótinu. Í gegnum tíðina hefur Ísland verið að ná ágætis árangri og í fyrra vann íslenska sveitin í fyrsta skiptið Norðurlandameistaratitil í liðakeppni þegar stúlkurnar unnu hópkata kvenna og ætla stelpurnar að verja þann titil í ár. Íslenska landsliðið hefur verið í stífum æfingarbúðum að undanförnu undir leiðsögn landsliðsþjálfarana þeirra Gunnlaugs Sigurðssonar og Magnúsar Kr. Eyjólfssonar. Auk þeirra fara 3 dómarar og 2 liðsstjórar með hópnum.

 

Landslið Íslands í karate skipa;
Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kata Senior, Kata Team,
Breki Guðmundsson, Kata Cadet
Davíð Freyr Guðjónsson, Kata Junior
Edda Kristín Óttarsdóttir, Kumite Cadet -54kg
Elías Guðni Guðnason, Kumite Senior -67 kg, Kumite Team
Elías Snorrason, Kata Senior
Heiðar Benediktsson, Kata Junior
Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, Kumite Senior -55kg, Kumite Team
Jóhannes Gauti Óttarsson, Kumite Senior -75 kg, Kumite Team
Katrín Kristinsdóttir, kata Cadet
Kristín Magnúsdóttir, Kata Senior, Kata Team
Kristján Helgi Carrasco, Kata Senior, kumite Senior -67 kg, Kumite Team
Pétur Rafn Bryde, Kumite Senior -84 kg, Kumite Team
Pétur Már Gíslason, Kumite Senior +84kg, Kumite Team
Ólafur Engilbert Árnason, Kumite Cadet -70 kg
Sindri Pétursson, Kumite Junior -61kg
Svana Katla Þorsteinsdóttir, Kata Senior, Kata Team
Telma Rut Frímannsdóttir, Kumite Senior -61kg, Kumite Team

Horfa á streymi

About Reinhard Reinhardsson