banner

Kristján Helgi Carrasco bikarmeistari 4 árið í röð

Kristján Helgi Carrasco og Aðalheiður Rósa Harðardóttir bikarmeistarar 2013

Kristján Helgi Carrasco og Aðalheiður Rósa Harðardóttir bikarmeistarar 2013

Um helgina fóru fram þriðja og síðasta bikarmót í karate, en bikarmeistari er sá karatemaður/kona sem er stigahæst eftir öll mót vetrarins, talið er bæði fyrir keppni í kata og kumite. Bikarmeistarinn í karlaflokki frá því í fyrra, Kristján Helgi Carrasco, Víking, varði titil sinn nokkuð örugglega og er þetta í fjórða sinn sem Kristján Helgi hlýtur þennan titil í röð, Kristján Helgi hefur keppt í báðum greinum í karate og unnið nokkuð örugglega öll þessi fjögur ár.  Kristján Helgi er annar karatemaðurinn sem nær að verað bikarmeistari fjögur ár í röð, en síðast var það Jón Ingi Þorvaldsson sem náði því 2002-2005, en Jón Ingi og Ingólfur Snorrason urðu bikarmeistarar 5 skipti hvor. Í öðru sæti í karlaflokki var Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylki, en í þriðja sæti varð Heiðar Benediktsson, Breiðabliki. Spennan var öllu meiri í kvennaflokki þar sem Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding, og Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Breiðablik, hafa verið að bítast um titilinn síðust ár. Það fór svo að Aðalheiður bar sigur þetta árið og vann bikarmeistaratitilinn. Telma Rut var svo í öðru sæti en Ingibjörg Halldórsdóttir, KFR, í þriðja sæti.

About Reinhard Reinhardsson