banner

Telma Rut náði lengst í Búdapest

Íslensku keppendurnir á EM, Kristján Helgi Carrasco, Telma Rut Frímannsdóttir og Aðalheiður Rósa Harðardóttir.

Íslensku keppendurnir á EM, Kristján Helgi Carrasco, Telma Rut Frímannsdóttir og Aðalheiður Rósa Harðardóttir.

Aðalheiður Rósa Harðardóttir tapaði fyrir Y. Martin Abello frá Spáni í fyrstu umferð í kata. Abello sigraði svo alla sína andstæðinga  og keppir til úrslita um Evrópumeistaratitilinn á laugardaginn þegar úrslitin í þeim flokki fara fram. Aðalheiður fékk því uppreisn þar sem hún keppti á móti M. Mark frá Sviss, en tapaði þeirri viðureign, 1:4.

Kristján Helgi Carrasco keppti í kumite, -67kg flokki, þar sem hann mætti J.Thomas frá Englandi og tapaði 0:4. Thomas tapaði í næstu umferð og þar með voru möguleikar Kristjáns á uppreisn og rétt til að keppa um þriðja sætið, úr sögunni.

Telma Rut Frímannsdóttir keppti í kumite kvenna, -61kg, þar sem hún mætti L.Walsh frá Írlandi í fyrstu umferð. Telma vann þann bardaga nokkuð örugglega, 3:1 og mætti því D.Petrescu frá Ísrael í annarri umferð. Telma pressaði allan tímann og var stöðugt með andstæðinginn í hornunum en Petresca varðist vel og átti Telma erfitt með að koma höggi á hana. Telma náði inn chudan sparki rétt fyrir lokin en fékk bara eitt flagg frá dómurunum. Það þarf að fá tvö flögg til að hægt sé að gefa stig fyrir tækni. Þar sem jafnt var í lokin, þurfti dómaraúrskurð þar sem Petrescu var dæmdur sigur, 3:2. Petrescu tapaði svo í þriðju umferð og því fékk Telma ekki neina uppreisnarglímu.

 

About Reinhard Reinhardsson