Dómaranámskeið í kumite
Karatesambandið stóð fyrir dómaranámskeiði í Kumite, föstudaginn 25. október í Smáranum, Kópavogi og sá Helgi Jóhannesson, EKF Referee, um námskeiðið. Ágætis mæting var á námskeiðið og í framhaldi af námskeiðinu var haldið skriflegt próf og fóru 2 einstaklingar í það. Á sunnudeginum 27. október fór svo fram verklegi hluti prófsins fram þegar Íslandsmeistaramót unglinga stóð yfir.
Þeir sem fengu ný réttindi eru;
Guðni Hrafn Pétursson, Fylkir, Judge-B
Pétur Freyr Ragnarsson, Fylkir, Referee-A
Pétur er það með orðinn Karatedómari, þar sem hann er kominn með öll dómararéttindi í kata og kumite.
Við óskum þeim báðum til hamingju með ný réttindi.