banner

Svana Katla hefur lokið keppni á EM undir 21árs

Í morgun, á fyrsta keppnisdegi Evrópumeistaramótsins í karate undir 21árs sem fer fram í Lisbon Portúgal, keppti Svana Katla Þorsteinsdóttir í kata.  Svana sat hjá í fyrstu umferð en í annari umferð mætti hún Marie Hervas frá Frakklandi, en Marie hafði áður lagt Miu Karlsson, Svíþjóð, að velli.  Eftir góða kata hjá Svönu mátu dómarar Marie betri og þar með tapaði Svana þeirri viðureign.  Marie mætti stúlku frá Makedóníu í þriðju umferð en beið lægri hlut og þar með ljóst að möguleikar Svönu á uppreisn og rétt til að keppa um 3ja sætið var farið.
 KAI_Svana_Katla_Thorsteinsdottir
Á sunnudaginn keppir svo Kristján Helgi Carrasco í kumite  -78kg flokki, þar sem hann mætir Denis Denisenko frá Rússlandi í fyrstu umferð.

About Helgi Jóhannesson