banner

Íslandsmeistaramótið í kata 2014

Íslandsmeistaramótið í kata verður haldið laugardaginn 8.mars í íþróttahúsi Hagaskóla.

Góð mæting er í einstaklingsflokkum og von er á skemmtilegum viðureignum, þar sem um 25 keppendur frá 6 félögum mæta, auk 7 liða í hópkata. Það er ljóst að nýr Íslandsmeistari verður krýndir í kvennaflokki þar sem meistarinn síðustu 3 ára, Aðalheiður Rósa Harðardóttir Breiðablik, mætir ekki til leiks vegna meiðslna, en þrjár aðrar landsliðskonur mæta til leiks.

Mjög hörð keppni verður í karlaflokki þars em ríkjandi Íslandsmeistari, Elías Snorrason, KFR, mun mæta til leiks til að verja titil sinn. Auk hans keppa tveir fyrrverandi Íslandsmeistarar þeir Kristján Helgi Carrasco, Víking, og Pathipan Kristjánsson, Fjölnir, ásamt tveimur öðrum landsliðsmönnum í kata.

Í hópkata karla og kvenna munu ríkandi Íslandsmeistarar, sem bæði koma frá Breiðablik, mæta til leiks og reyna við titilinn fjórða árið í röð.

Dagskrá mótsins:

Undanúrslit
10:00; Kata karlar og Kata konur.
12:00; Hópkata karlar og Hópkata konur.

Úrslit
Kl.12:45
1) Kata karlar
2) Kata konur

13:00; Verðlauna afhending
13:15; Mótsslit

About Reinhard Reinhardsson