banner

Eitt silfur og fimm brons á NM

Norðurlandameistaramótið í karate fór fram í Riga, Lettlandi, laugardaginn 12.apríl. Á mótinu keppa norðurlöndin en auk þeirra er Eistlandi og Lettlandi boðið að vera með. Met þátttaka var á mótinu þar sem um 260 keppendur voru mætti til keppni í einstaklingsflokkum og 15 lið skráð til leiks í sveitakeppni. Ísland sendi 18 keppendur í einstaklingsflokkum og 4 lið til leiks og þegar mótinu lauk höfðu unnist 5 bronsverðlaun og 1 silfurverðlaun. Íslenska karlasveitin í kata fékk silfurverðlaun eftir að hafa tapað úrslitaviðureigninni á móti Noregi, í sveitinni voru Bogi Benediktsson, Davíð Freyr Guðjónsson og Heiðar Benediktsson. Kvennasveitin í kata fékk svo bronsverðlaun eftir að hafa tapað fyrir Svíþjóð í undandúrslitum, í sveitinni voru Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir. Af katakeppendum átti Svana Katla Þorsteinsdóttir besta daginn þar sem hún vann Kim Tran frá Noregi í fyrstu umferð en í annarri umferð tapaði hún fyrir Rikke Linck frá Danmörku. Þar sem Rikke keppti til úrslita þá fékk Svana uppreisnarviðureign um réttinn til að keppa um 3ja sætið. Í fyrstu viðureign í uppreisn lenti hún á móti Elin Ernekrans frá Svíþjóð sem vann og að lokum lenti Elin í 3ja sætið. Kumitekeppendur okkar áttu misjafnan dag í einstaklingsflokkum en Katrín Ingunn Björnsdóttir, Edda Kristín Óttarsdóttir, Ólafur Engilbert Áranson og Sindri Péturson stóðu sig best þegar þau unnu öll til bronsverðlauna í sínum flokkum. Katrín Ingunn byrjaði á að vinna Söru Petersen frá Danmörku nokkuð örugglega í fyrstu umferð, í flokki cadet +54kg, en í undandúrslitum mætti hún Madelene Lindström frá Svíþjóð og bar lægri hlut. Katrín lenti svo á móti Aleksandra Sokk frá Eistlandi í bardaganum um 3ja sætið og vann þá viðureign nokkuð örugglega 9-1. Edda Kristín keppti í cadet flokki -54kg og lenti á móti Anna Nilsson frá Svíþjóð í fyrstu umferð, þar sem Anna vann þá viðureign og á endanum flokkinn. Þar með hafði Edda unnið sér inn rétt til að berjast um 3ja sætið þar sem hún mætti Sade Tiger frá Finnlandi. Eftir jafna og skemmtilega viðureign stóð Edda uppi sem sigurvegari og fór viðureignin 4-2. Ólafur Engilbert keppti í flokki junior -68kg þar sem hann mætti Pavel Artamonov frá Eistlandi sem vann þá viðureign og á endanum flokkinn og þar með Norðurlandameistaratitil. Ólafur mætti þá Sami Sutinen frá Finnlandi í viðureigninni um 3ja sætið, sú viðureign fór 4-1 fyrir Ólaf og bronsið því hans. Í flokki fullorðinna -75kg keppti Sindri á móti Kalvis Kalnins frá Lettlandi í fyrstu umferð, Kalvis vann viðureignina ásamt öðrum viðureignum í flokkinum. Sindri mætti svo Joni Lipiainen frá Finnlandi í bardaganum um 3ja sætið þar sem Sindri fór á kostum og vann örugglega 8-0 áður en tíminn rann út og þar með sýndi Sindri ein bestu tilþrif sem íslenskur keppandi átti í gær.

Þegar mótinu var lokið var ljóst að Danmörk stóð sig best af öllum þjóðum með 11 norðurlandameistaratitla. Næsta verkefni landsliðs Íslands er Evrópumeistaramótið sem haldið verður í Tampere, Finnlandi, 1-5.maí næstkomandi.

Á meðfylgjandi mynd má sjá landslið okkar.

NM_2014_landslid_opnunarhatid

About Helgi Jóhannesson