banner

Pétur Freyr Nordic Kumite Referee

Á Norðurlandameistaramótinu í Riga, Lettlandi, 12.apríl síðastliðinn fór Pétur Freyr Ragnarsson í dómarapróf.  Á föstudeginum var skriflegt próf en verklegt próf fór fram á laugardeginum á meðan mótið stóð yfir.  Pétur Freyr stóð sig vel og fékk Nordic kumite Referee réttindi að mótinu loknu.  Við óskum honum til hamingju með nýju réttindi sín, Pétur er þriðji Íslendingurinn með Nordic réttindi, auk hans eru Ólafur Hreinsson og Willem C. Verhaul með Nordic réttindi. Á mótinu dæmdu auk Péturs Helgi Jóhannesson, Kristján Ó. Davíðsson og Willem C. Verheul.

KAI_Petur_Freyr_Ragnarsson_photo
Pétur Freyr Ragnarsson, Nordic Kumite Referee.

About Helgi Jóhannesson