banner

Samæfing hjá Katalandsliðinu

Í gær var haldin samæfing hjá Katalandsliðinu sem fyrsti undirbúningur að þeim hópi sem mun taka þátt í NM 2015 sem haldið verður hér í Reykjavík 11.apríl 2015.  Mjög góð mæting var á samæfingunni, um 35 einstaklingar mættu frá 6 félögum, en æfingin var opinn öllum þeim sem hafa áhuga á landsliðsverkefnum og eru 12 ára og eldri.  Það var Magnús Kr. Eyjólfsson, landsliðsþjálfari sem stóð að æfingunni. Æfingin var haldin í húsnæði Karatedeildar Fylkis.

20140515_193944
Hér má sjá hópinn sem mætti á æfinguna.

Hér er svo önnur mynd af æfingunni

20140515_190746

About Helgi Jóhannesson