banner

Mótadagskrá næsta vetrar

Fyrstu drög að mótadagskrá vetrarins 2014-2015 er kominn inn á heimasíðu okkar, sjá http://kai.is/innlend-motaskra/.  Næst er að fá félög til að sjá um mótin, um leið og þær upplýsingar liggja fyrir (keppnisstað) munum við uppfæra síðuna.

Mótadagskráin tekur tillit til verkefna landsliðsins, en veturinn hjá landsliðinu byrjar á Smáþjóðaleikum í karate sem fara fram í Luxembourg 20-21.september næstkomandi. Svo er það HM í Þýskalandi í nóvember, RIG hér heima í janúar, EM Juniora í febrúar, EM seniora í mars og loks NM sem haldið verður á Íslandi laugardaginn 11.apríl 2015. Við munum á næstunni birta frekari upplýsingar um NM hér á síðunni, en keppt verður í flokkum cadet, juniora og seniora á mótinu.  Allir iðkendur fæddir frá 11.04.2001 og síðar koma til greina í landsliðshópa og landslið.

NM_2014_landslid_opnunarhatid

Á meðfylgjandi mynd má sjá þann myndalega hóp sem keppti fyrir Íslands hönd á síðasta NM.

About Helgi Jóhannesson