banner

Telma og Jóhannes á heimsbikarmót í karate

Telma Rut Frímannsdóttir og Jóhannes Gauti Óttarsson munu taka þátt í heimsbikarmótinu í karate sem fer fram laugardaginn 11.október í Salzburg Austurríki.  Þetta er lokamótið í bikarmótaröð WKF (World Karate Federation) þar sem allt besta karatefólk heimsins tekur þátt, í ár eru yfir 600 keppendur skráðir til leiks. Telma Rut keppir í kumite kvenna -68kg, þar sem um 40 keppendur frá 24 löndum eru skráðir, og Jóhannes Gauti í kumite karla -75kg þar sem 68 keppendur frá 35 löndum eru skráðir. Þau vonast til að geta fylgt eftir góðum árangri á fyrsta Smáþjóðamóti í karate sem fór fram í Lúxemborg í september síðastliðnum, þar sem Telma vann til silfurverðlauna og Jóhannes til bronsverðlauna.  Heimsbikarmótið er liður í undirbúningi þeirra fyrir Heimsmeistaramótið í karate sem fer fram í Bremen, Þýskalandi, 5-9. nóvember næstkomandi.  Með þeim í för er Gunnlaugur Sigurðsson landsliðsþjálfari í kumite.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá þau Jóhannes og Telmu.

KAI_RIG2014_Johannes_Gauti KAI_Smathodaleikar_2014_Telma_Rut

About Helgi Jóhannesson