banner

Kristján Helgi þrefaldur íslandsmeistari þriðja árið í röð

???????????????????????????????Í dag fór íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite fram í Fylkisselinu, húsnæði Karatedeildar Fylkis.  Keppendur frá 7 félögum voru skráðir til leiks og var þátttakan góð.  Margar mjög skarpar viðureignir sáust í dag en heilt yfir þá var maður mótsins án efa Kristján Helgi Carrasco, úr Víking, sem varð þrefaldur Íslandsmeistari þriðja árið í röð.  Kristján helgi vann -75kg flokkinn, opna flokk karla og var í sveit Víkings sem sigraði liðakeppni karla, enda fór Kristján Helgi ósigraður frá öllum sínum viðureignum.  Þetta er þriðja árið í röð sem Kristján verður þrefaldur íslandsmeistari og sannar það stöðu hans meðal íslenskra karatemanna, þess má geta að Kristján Helgi er einnig Íslandsmeistari í kata karla og Bikarmeistari karla.  Telma Rut Frímannsdóttir varð svo tvöfaldur íslandsmeistari þegar hún vann bæði opna flokk kvenna fimmta árið í röð og +61kg flokkinn annað árið í röð, enda fór hún eins og Kristján Helgi ósigruð í gegnum mótið, vann alla andstæðinga sína nokkuð örugglega.  Þess má geta að Telma Rut er einnig Bikarmeistari kvenna.  Í léttari flokki kvenna, -61kg,  áttust við landsliðskonurnar og liðsfélagarnir úr Fylki, Edda Kristín Óttarsdóttir og Katrín Ingunn Björnsdóttir, báðar á sínu fyrsta ári á fullorðinsflokki.  Það endaði með því að Edda Kristín vann og er því Íslandsmeistari í kumite kvenna -61kg, en fyrr í haust varð hún íslandsmeistari unglinga í kumite.

Í -67kg flokki karla vann Máni Karl Guðmundsson úr Fylki Sindra Pétursson úr Víking. Í -84kg flokki áttu Jóhannes Gauti Óttarsson og Pathipan Kristjánsson að mætast í úrslitum, en Pathipan gat ekki mætt vegna meiðslna sem hann hlaut í fyrri bardögum og endaði því Jóhannes Gauti sem Íslandsmeistari í dag.  Í opnum flokki karla áttust við liðsfélagarnir úr Víking Kristján Helgi og Diego Björn Valencia.  Sú viðureign var mjög skemmtileg og endaði með sanngjörnum sigri Kristjáns Helga og kórónaði Kristján Helgi daginn sinn með þessum sigri.  Í liðakeppni karla voru einungis tvö lið mætt, frá Víking og Fylki þar sem Víkingur vann 4 árið í röð.  Þegar öll stig voru talin saman þá stóð Fylkir uppi sem sigurvegari og er því Íslandsmeistari félaga í kumite fullorðinna en Víkingur var í öðru sæti.  Yfirdómari mótsins var Helgi Jóhannesson og mótsstjóri var Þrúður Sigurðar.

Íslandsmeistarar í kumite fullorðinna
Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir, Kumite kvenna -61kg
Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding, Kumite kvenna +61kg
Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding, Kumite kvenna opinn flokkur
Máni Karl Guðmundsson, Fylkir, Kumite karla -67kg
Kristján Helgi Carrasco, Víkingur, Kumite karla -75kg
Jóhannes Gauti Óttarsson, Fylkir, Kumite karla -84kg
Kristján Helgi Carrasco, Víkingur, Kumite karla opinn flokkur
Víkingur (Kristján Helgi Carrasco, Diego Valencia, Sindri Pétursson og Sverrir Ólafur Torfason), liðakeppni karla

KAI_IM_fullordna_kumite_2014_Islandsmeistarar

 

 

Hér má sjá Íslandsmeistarana í einstaklingsflokkum,  frá vinstri Telma Rut, Kristján Helgi, Máni Karl, Edda Kristín og Jóhannes Gauti.

 

 

 

 

 

Helstu úrslit í dag;

Kumite kvenna, -61 kg.
1. Edda Kristín Óttarsdóttir Fylkir
2. Katrín Ingunn Björnsdóttir Fylkir
3. Ingibjörg Halldórsdóttir KFR
3. María Helga Guðmundsdóttir Þórshamar

Kumite kvenna, +61 kg
1. Telma Rut Frímannsdóttir Afturelding
2. Kristín Magnúsdóttir Breiðablik

Kumite kvenna, opinn flokkur
1. Telma Rut Frímannsdóttir Afturelding
2. María Helga Guðmundsdóttir Þórshamar
3. Ingibjörg Halldórsdóttir KFR

Kumite karla, -67 kg
1. Máni Karl Guðmundsson Fylkir
2. Sindri Pétursson Víkingur

Kumite karla, -75 kg
1. Kristján Helgi Carrasco Víkingur
2. Elías Guðni Guðnason Fylkir
3. Sæmundur Ragnarsson Þórshamar
3. Ólafur Engilbert Árnason Fylkir

Kumite karla, -84 kg
1. Jóhannes Gauti Óttarsson Fylkir
2. Pathipan Kristjánsson Fjölnir
3. Jón Ingi Þorvaldsson Þórshamar
3. Bogi Benediktsson Þórshamar

Kumite karla, opinn flokkur
1. Kristján Helgi Carrasco Víkingur
2. Diego Valencia Víkingur
3. Sverrir Ólafur Torfason Víkingur
3. Jóhannes Gauti Óttarsson Fylkir

Liðakeppni karla
1. Víkingur A víkingur
2. Fylkir A fylkir

Heildarstig
Fylkir 19
Víkingur 17
Þórshamar 6
UMFA 6
Breiðablik 2
KFR 2
Fjölnir 2

About Helgi Jóhannesson