banner

Sex útlendingar og um110 keppendur i karate á RIG

rig2015_portLaugardaginn 17.janúar fer fram karatemót, sem hluti af Reykjavíkurleikunum (RIG), í Dalhúsum Grafarvogi í umsjón karatedeildar Fjölnis. Sex mjög sterkir útlendingar hafa skráð sig til keppni, þar á meðal tveir Evrópumeistarar, Emma Lucraft frá Englandi sem varð Evrópumeistari í U21 kata kvenna 2013 og Viktorija Rezajeva frá Lettlandi varð Evrópumeistari 2013 í Junior Kumite kvenna +59 kg. Íslandsmeistarar okkar í kata og kumite munu mæta til leiks og keppa við þessa sterku keppendur. Um 110 keppendur eru skráðir til leiks í 4 aldursflokkum, þar sem bæði er keppt í kata og kumite. Mótsstjóri er Þrúður Sigurðar og yfirdómari mótsins verður Hr. Javier Escalante, ritari dómaranefndar WKF og EKF.

 

Dagskrá mótsins er sem hér segir;
10:00 kata senior
11:05 kumite senior
12:00 úrslit
12:30 verðlaunaafhending
13:00 kata yngri
14:20 kumite yngri
15:30 úrslit
16:45 verðlaunaafhending

About Helgi Jóhannesson