banner

6 keppendur á EM Junior og U21

KAI_EM_U21_2015_team

Helgina 6-8.febrúar næstkomandi fer fram Evrópumeistarmót unglinga og U21 í Zürick, Sviss.  Ísland sendir sex keppendur til leiks í tveimur aldursflokkum, Junior 16-17 ára og U21 18-20 ára.  Mótið hefst föstudaginn 6.febrúar og lýkur sunnudaginn 8.febrúar, þar sem keppt er í undanriðlum og úrslitum í einstökum flokkum á sama degi. Hópurinn hélt af stað til Sviss í dag, þriðjudag og verður fram á mánudag.

 

Landslið Íslands á EM Junior/U21 skipa;
Bogi Benediktsson, kata karla Junior
Edda Kristín Óttarsdóttir, kumite kvenna Junior -53kg
Jóhannes Gauti Óttarsson, kumite karla U21 -75kg
Katrín Ingunn Björnsdóttir, kumite kvenna Junior -59kg
Ólafur Engilbert Árnason, kumite karla Junior -68kg
Svana Katla Þorsteinsdóttir, kata kvenna U21

Bogi og Svana Katla keppa á föstudeginum, Edda Kristín, Katrín Ingunn og Ólafur keppa á laugardeginum.  Á sunnudeginum keppir svo Jóhannes Gauti.  Með þeim í för er Gunnlaugur Sigurðsson landsliðsþjálfari í kumite.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn, frá vinstri Gunnlaugur, Bogi, Svana Katla, Ólafur Engilbert, Edda Kristín, Jóhannes Gauti og Katrín Ingunn.

 

 

About Helgi Jóhannesson