banner

Pétur Freyr Ragnarsson heiðraður

Stjórn Karatesambands Íslands ákvað á fundi sínum í febrúar að heiðra Pétur Frey Ragnarsson fyrir störf hans fyrir karateíþróttina á Íslandi.

Þann 17. mars gafst tækifæri til að heiðra Pétur Frey Ragnarsson með gullmerki KAÍ. Pétur hefur unnið frábær störf fyrir karate á Íslandi m.a. sem keppandi, landsliðsmaður, þjálfari og alþjóðlegur dómari. Pétur þjálfaði hjá karatedaild Fylkis 1998-2023 og var formaður karatedeildarinnar í 23 ár.

Pétur er nú formaður dómaranefndar KAÍ og aganefndar KAÍ.

Óskum við honum innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Reinharð og Pétur

Reinharð og Pétur með gullmerki KAÍ

About Reinhard Reinhardsson