Dómaranámskeið í kata
Karatesambandið stendur fyrir dómaranámskeiði í kata föstudaginn 20.febrúar næstkomandi kl. 19:00, í Ráðstefnusal-E, ÍSÍ, Laugardal.
Helgi Jóhannesson, EKF Referee, sér um námskeiðið. Fyrst verður fyrirlestur og í framhaldi af honum skriflegt próf, að loknu skriflegu prófi verður haldið verklegt próf í sal karatefélags Reykjavíkur.
Hægt er að sjá reglugerð um dómara á vef KAÍ ásamt keppnisreglunum og þeim spurningum sem eru til grundvallar á skriflegu prófi. Farið verður yfir nýjar keppnisreglur WKF 9.0. Allir sem ætla í próf, þurfa að sýna algenga keppniskata úr eigin stíl ásamt því að sýna algenga keppniskata úr öðrum stíl.
Allir núverandi katadómarar eru hvattir til að mæta þar sem þó nokkrar breytingar hafa verið á keppnisreglum WKF fyrir kata.
Skráning á meðfylgjandi síðu; http://goo.gl/forms/dS8s1Qx5FD