Tveir keppendur á EM í karate
Dagana 19-22.mars fer fram Evrópumeistaramótið í Karate og er mótið haldið í Istanbul, Tyrklandi. Ísland sendir tvo keppendur á mótið að þessu sinni og halda þau af stað á morgun, þriðjudaginn 17.mars. Jóhannes Gauti Óttarsson mun keppa í -75kg flokki í kumite og Telma Rut Frímannsdóttir sem keppir í -68kg flokki í kumite. Bæði munu þau keppa á fimmtudeginum 19.mars þegar riðlakeppni hefst í einstökum flokkum, á föstudaginn verður svo liðakeppni en úrslit í einstaklingsflokkum verða svo á laugardeginum 21.mars. Með keppendum er Landsliðsþjálfarinn Gunnlaugur Sigurðsson og Helgi Jóhannesson sem mun dæma á mótinu.
Á meðfylgjandi mynd má sjá keppendurnar, frá vinstri Jóhannes Gauti og Telma Rut.