banner

Telma og Jóhannes úr leik á EM

KAI_EM_Senior_2015_Telma_JohannesÍ dag, fimmtudaginn 19.mars, fóru fram undanriðlar í einstaklingskeppni á Evrópumeistaramótinu í Karate sem fer fram í Istanbul, Tyrklandi.  Ísland átti tvo keppendur í dag, Telmu Rut Frímannsdóttur sem keppti í kumite -68kg og Jóhannes Gauta Óttarsson sem keppti í kumite -75kg.  Telma mætti Alena E. Mitran frá Rúmeníu í fyrstu umferð, jafnt var á með þeim til að byrja með en svo náði Alina tveimur stigum á Telmu í seinni hluta viðureignarinnar og stóð uppi sem sigurvegari.  Þar sem Alina tapaði í næstu umferð átti Telma ekki möguleika á uppreisn og var því úr leik.  Jóhannes mætti Nikola Jovanovic í fyrstu umferð í hörkuviðureign þar sem þeir skiptust á að sækja en Nikola seig fram úr og vann þá viðureign 2-0. Þar sem Nikola tapaði í næstu umferð var Jóhannes úr leik því hann átti ekki rétt á uppreisnarviðureign um réttin til að keppa um 3ja sætið.

About Helgi Jóhannesson