banner

Dómaranámskeið í kumite 2015

wkf_logoKaratesambandið stendur fyrir dómaranámskeiði í kumite föstudaginn 25.september næstkomandi kl. 19:00, í Ráðstefnusal-D, ÍSÍ, Laugardal.

Helgi Jóhannesson, EKF Referee, sér um námskeiðið. Námskeiðið verður í formi fyrirlesturs þar sem farið verður yfir keppnisreglur WKF kumitehlutann, en fyrirlesturinn tekur um 2 klst. Í framhaldi af honum verður haldið skriflegt próf fyrir þá sem það kjósa en verklegur hluti dómaraprófsins fer þá fram laugardaginn 26.september á meðan Bushidomóti unglinga í kumite stendur yfir.
Ekki er nauðsynlegt að fara í skriflegt próf þó svo að fólk mæti á fyrirlesturinn, en hægt er að nálgast reglurnar og prófspurningarnar á íslensku og ensku á vef KAÍ ásamt keppnisreglunum og þeim spurningum sem eru til grundvallar á skriflegu prófi (http://kai.is/keppnisreglur-wkf/). Farið verður yfir nýjar keppnisreglur WKF 9.0.

Vinsamlegast skráið þátttakendur hér; Skráningarform

Þess má geta að öllum er frjálst að koma á fyrirlesturinn en hér er útdráttur úr reglum um Karatedómara sem sjá má á vef KAÍ.
2. gr. Til að öðlast réttindi sem Karatedómari þarf viðkomandi að hafa 1. Dan gráðu eða hærri og að vera orðinn 22 ára og ekki eldri en 65 ára.
Dómari í kata og kumite þarf að vera með 1. kyu gráðu eða hærri og orðinn 18 ára.
Meðdómari í kata og kumite þarf að vera með 3. kyu gráðu eða hærri og orðinn 16 ára.

About Helgi Jóhannesson