banner

7 landsliðsmenn til Austurríkis

KAI_K1_austurriki_okt2015Á föstudag halda 7 landsliðsmenn í karate af stað til þátttöku á næst síðasta Heimsbikarmóti í karate, Karate1, sem haldið er í Salzburg Austurríki, 17-18.október.
Landsliðsfólkið er Bogi Benediktsson, Elías Snorrason, Ólafur Engilbert Árnason, Kristín Magnúsdóttir, María Helga Guðmundsdóttir, Svana Katla Þorsteinsdóttir og Telma Rut Frímannsdóttir.
Mjög góð þátttaka er á mótinu, 725 keppendur skráðir frá 59 þjóðum, margt af besta karatefólki heimsins tekur þátt í mótinu enda gefur þátttaka á Heimsbikarmótinum stig á heimslista WKF, Alþjóðlega Karatesambandinu. Á laugardeginum eigum við keppendur í 3 flokkum, kata kvenna (88 keppendur), þar sem Kristín, María Helga og Svana Katla eru skráðar, í kumite kvenna -68kg (52 keppendur) þar sem Kristín og Telma keppa og í kumite karla -75kg (68 keppendur) þar sem Ólafur Engilbert keppir.  Á sunnudeginum eigum við keppendur í tveimur flokkum, í kata karla (102 keppendur) þar sem Bogi og Elías keppa, og svo í kumite kvenna -55kg (47 keppendur) þar sem María Helga keppir.
Með þeim í för er landsliðsþjálfarinn Gunnlaugur Sigurðursson og Helgi Jóhannesson sem dæmir á mótinu.
Á meðfylgjandi mynd má sjá keppnishópinn, frá vinstri Gunnlaugur, Bogi, Kristín, Svana Katla, Helga María, Telma Rut, Elías og Ólafur Engilbert.

About Helgi Jóhannesson