banner

Ólafur Engilbert og Telma Rut tvöfaldir Íslandsmeistarar í kumite

KAI_IM_kumite_fullordinna_Olafur_TelmaÍ dag fór Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite fram í Fylkisselinu, húsnæði Karatedeildar Fylkis.  Keppendur frá 7 félögum voru skráðir til leiks og var þátttakan góð.  Margar mjög skarpar viðureignir sáust í dag en heilt yfir þá var maður mótsins án efa Ólafur Engilbert Árnason, úr Fylki, sem varð tvöfaldur Íslandsmeistari auk þess að fá silfur í liðakeppni.  Ólafur Engilbert lagði Sæmund Ragnasson úr Þórshamir í úrslitum í -75kg flokki nokkuð örugglega 8-0 en áður hafði Ólafur lagt Kristján Helga Carrasco, margfaldan meistara, í frábærri viðureign þar sem Kristján Helgi var að keppa í fyrsta sinn á þessi ári enda verið í keppnispásu. Í úrslitum í opnum flokki karla mætti Ólafur Sverri Ólafi Torfasyni úr ÍR í mjög spennandi viðureign þar sem þeir félagar skiptust á um að vera yfir, viðureignin fór á endanum 3-2 fyrir Ólafi og stóð hann því uppi sem tvöfaldur meistari í dag. Þess má geta að Ólafur er margfaldur unglingameistara en í dag vann hann sína fyrstu Íslandsmeistaratitla í fullorðinsflokki. Í kumite -67kg vann Máni Karl Guðmundsson úr Fylki annað árið í röð, lagði Aron Ahn úr ÍR í úrslitum 3-0. Í flokki karla +84kg vann Sverrir Ólafur Torfason eftir að hafa lagt liðsfélaga sinn Diego Björn Valencia og um leið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fullorðinsflokki.

Telma Rut Frímannsdóttir varð svo tvöfaldur íslandsmeistari þegar hún vann bæði opna flokk kvenna sjötta árið í röð og +61kg flokkinn þriðja árið í röð, enda fór hún eins og Ólafur Engilbert ósigruð í gegnum mótið, vann alla andstæðinga sína nokkuð örugglega. Í opnum flokki lagði Telma bæði Kristínu Magnúsdóttur úr Breiðablik og Maríu Helgu Guðmundsdóttur úr Þórshamri. Í úrslitum á +61kg flokknum mætti Telma henni Katrínu Ingunni Björnsdóttur úr Fylki í skemmtilegri viðureign sem fór 3-2 fyrir Telmu. Í kumite kvenna -61kg vann Helga Halldórsdóttir úr Fylki hana Maríu Helgu Guðmundsdóttur úr Þórshamri.

Í liðakeppni karla voru einungis tvö lið mætt, frá ÍR og Fylki þar sem ÍR vann.  Þegar öll stig voru talin saman þá stóð Fylkir uppi sem sigurvegari og er því Íslandsmeistari félaga í kumite fullorðinna en ÍR var í öðru sæti.  Yfirdómari mótsins var Helgi Jóhannesson og mótsstjóri var María Baldursdóttir.

Íslandsmeistarar í kumite fullorðinna
Hekla Halldórsdóttir, Fylkir, Kumite kvenna -61kg
Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding, Kumite kvenna +61kg
Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding, Kumite kvenna opinn flokkur
Máni Karl Guðmundsson, Fylkir, Kumite karla -67kg
Ólafur Engilbert Árnason, Fylki, Kumite karla -75kg
Sverrir Ólafur Torfason, ÍR, Kumite karla +84kg
Ólafur Engilbert Árnason, Fylki, Kumite karla opinn flokkur
ÍR (Kristján Helgi Carrasco, Diego Valencia, Sverrir Ólafur Torfason), liðakeppni karla
IMG_2056

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Íslandsmeistara í einstaklingsflokkum, frá vinstri Ólafur, Sverrir, Máni, Telma og Hekla.

Helstu úrslit í dag

Kumite kvenna, -61 kg.
1.Hekla Halldórsdóttir, Fylkir
2.María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar
3.Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir
3.Lilja Vigdís Davíðsdóttir, Fylkir

Kumite kvenna, +61 kg
1.Telma Rut Frímannsdóttir, UMFA
2.Katrín Ingunn Björnsdóttir, Fylkir
3.Arna Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
3.Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik

Kumite kvenna, opinn flokkur
1.Telma Rut Frímannsdóttir, UMFA
2.Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik
3.María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamar

Kumite karla, -67 kg
1.Máni Karl Guðmundsson, Fylkir
2.Aron Ahn, Ír

Kumite karla, -75 kg
1.Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
2.Sæmundur Ragnarsson, Þórshamar
3.Kristján Helgi Carasco, ÍR
3.Elías Guðni Guðnason, Fylkir

Kumite karla, +84 kg
1.Sverrir Ólafur Torfason, ÍR
2.Diego Björn Valencia, ÍR
3.Aron Breki Heiðarsson, Breiðablik

Kumite karla, opinn flokkur
1.Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir
2.Sverrir Ólafur Torfason, ÍR
3.Kristján Helgi Carrasco, ÍR
3.Elías Guðni Guðnason, Fylkir

Liðakeppni karla
1. ÍR
2. Fylkir

Heildarstig
Fylkir                     22
ÍR                            17
UMFA                   6
Breiðablik            5
Þórshamar          5

About Helgi Jóhannesson