Heimsmeistari í karate keppir á RIG
Laugardaginn 30.janúar, fer fram karatemót sem hluti af RIG, Reykjavíkurleikunum 2016. Sex erlendir keppendur hafa staðfest komu sína og þar á meðal er Alizee Agier frá Frakklandi sem er ríkjandi heimsmeistari í kumite kvenna -68kg. Alizee hefur verið mjög sigursæl síðust ár og unnið til fjölda verðlauna, bæði á Heimsmeistara-, Evrópu- og heimsbikarmótum. Í kvennaflokki keppir einnig Gitte Brunstad frá Noregi sem er Norðurlandameistari í kumite kvenna -68kg og silfurverðlaunahafi frá Heimsmeistaramótinu 2014. Við fáum aftur Lonni Boulesnane frá Frakklandi sem hefur unnið RIG mótið síðustu 2 ár, auk þess sem hann hefur unnið til gull og bronsverðlauna á heimsbikarmótum í vetur. Auk þessara þriggja koma góðir keppendur í kumite og kata, Brian Ramrup frá Bandaríkjunum, Bryan van Waesberghe frá Belgíu og Matthew Scott Beverly frá Ítalíu.
Ljóst er að keppnin verður sterk í ár og því mikil eftirvænting hjá íslenskum keppendum að mæta svo sterku erlendu karatefólki. Á RIG karatemótinu verður keppt bæði í kata og kumite. Mótið hefst kl.09:00 en úrslit eru kl.14:00 í fullorðinsflokkum. Mótið verður haldið í Frjálsíþróttahöllinni Laugardal.
Hér má svo sjá nánari upptalningu á afrekum erlendu keppendana.
RIG 2016 erlendir keppendur
1) Alizee Agier, Frakkland
-Heimsmeistari í kumite -68kg, október 2014
-Evrópumeistari í kumite 21árs, +60kg, febrúar 2014
-Franskur meistari í kumite -68kg, 2015
-Brons á Evrópumeistaramóti U21árs, 2015, í kumite -68kg
-Silfur á Heimsmeistaramóti U21árs, 2013, í kumite+60kg
-Gull á heimsbikarmóti október 2015, Salzburg, Austurríki, kumite -68kg
-Gull á heimsbikarmóti janúar 2015, París, Frakkland, kumite -68kg
-Brons á heimsbikarmóti janúar 2016, París, Frakkland, kumite -68kg
-Fjórða sæti á heimslista WKF í flokki kumite -68kg.
2) Gitte Brunstad, Noregur
-Silfur í kumite -68kg, Heimsmeistaramóti 2014
-Silfur í kumite -68kg, heimsbikarmóti október 2015, Salzburg, Austurríki
-Norðurlandameistari í kumite -68kg, apríl 2015
-Níunda sæti á heimsbikarmóti janúar 2016, París, Frakkland, kumite -68kg
-Fimmta sæti á heimslista WKF í flokki kumite -68kg.
3) Lonni Boulesnane, Frakkland
-Gull á heimsbikarmóti september 2015, Coburg, Þýskaland, kumite +84kg
-Brons á heimsbikarmóti janúar 2016, París, Frakkland, kumite +84kg
-Gull í kumite karla, opin flokkur, RIG 2015
-Gull í kumite karla +75kg, RIG 2014
-Ellefta sæti á heimslista WKF í flokki kumite +84kg.
4) Brian Ramrup, Bandaríkin
-Brons á Heimsmeistaramóti 2013, í kumite -67kg
-Silfur á Pan Amerika meistaramótinu, 2013, í kumite -67kg
-Silfur og brons á Bandaríska meistaramótinu
-Meðlimur í Bandaríska landsliðinu í kumite
-32 sæti á heimslista WKF í flokki kumite -67kg.
5) Bryan van Waesberghe, Belgía
-Belgískur meistari í kumite +84kg
-Tvöfaldur sigurvegari á Euro Grand Prix í Tékklandi, í kumite +84kg
-Fimmta sæti á heimsbikarmóti september 2015, Coburg, Þýskaland, kumite +84kg
-Silfur í kumite karla, opin flokkur, RIG 2015
-22 sæti á heimslista WKF í flokki kumite +84kg.
6) Matthew Scott Beverly, Ítalía
-Fjölda verðlauna á Ítalíu í kata karla
-Fjölda verðlauna á Miðjarðahafsleikunum í kata karla.